Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 10:30

Enn hallar undir fæti hjá Tiger

Segja má að árið 2014 hafi ekkert verið það besta golflega séð hjá Tiger, sem hefir verið hrjáður af meiðslum og þurfti að gangast undir bakaðgerð s.s næstum hver maður sem fylgist með golfi veit.

Nú hallar enn undir fæti hjá Tiger.

Skipuleggjendur móta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þ.e. í Abu Dhabi og Dubai segjast ekki lengur vilja borga Tiger 2-3 milljónir bandaríkjadala fyrir það eitt að mæta í mótum s.s. áður.  Það er nú liðin tíð.

„Það eru aðrir kylfingar sem meiri áhugi er um ekki síst, Rory McIlroy,“ sagði heimildarmaður The Telegraph. „Við þessar markaðsaðstæður og á þessu verði þá er Tiger einfaldlega ekki að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans og því virði sem hann áður hafði.  Til að gæta alls réttlætis þá hefir hann komið oft og nýjabrumið af þessu er einfaldlega horfið.“

Hann varð í 41. sæti í Dubai á þessu ári og komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð 2013.

Verðmæti Tiger hefir ekkert minnkað annars staðar.  T.a.m. átti hann að fá 4 milljónir bandaríkjadala fyrir að spila í America’s Golf Cup í Buenos Aires (Argentínu) í þessum mánuði og aðrar 4 milljónir fyrir að spila í tveimur 18 holu hringjum með forstjórum og framkvæmdastjórum fyrirtækja í Kína, en meiðsli Tiger hafa komið í veg fyrir að hann komist.

Tiger er fyrir löngu búinn að gefa út að hann ætli að hvíla þar til hann tíar upp í sínu eiginn móti í Flórída í desember.

En aftur að Arabalöndum: Qatar var eitt landa sem var þegar í fyrra hætt við að borga Tiger 3 milljónir bandaríkjadala fyrir það eitt að mæta í mót, þar sem það þótti of dýrt.

„Tiger Woods fer fram á $ 3 milljónir bara fyrir að mæta í Commercial Bank Qatar Masters – þetta er einfaldlega ekki að borga sig í móti þar sem verðlaunaféð er ekki hærra en  $2.5 milljónir,” sagði Hassan Al Nuaimi, forseti golfsambandsins í Qatar á blaðamannafundi, s.s. Doha News greindi frá í janúar 2013.

Þannig að það hefir og hallar enn undir fæti hjá Tiger….