Haeji Kang frá Suður-Kóreu
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 09:55

LPGA: Haeji Kang leiðir e. 1. dag Hana Bank meistaramótsins

Í gær hófst á Ocean golfvelli Sky 72 golfklúbbsins í Incheon, Suður-Kóreu LPGA KEB – Hana Bank Championship.

Eftir 1. dag hafa 4 „heimakonur“ raðað sér í efstu 2 sætin.

Efst í 1. sæti er Haeji Kang, en hún lék Ocean golfvöllinn á 5 undir pari, 67 höggum.

Öðru sætinu deila 5 kylfingar: „heimakonurnar“ Ilhee Lee, Amy Yang og Mirim Lee og síðan Minjee Lee frá Ástralíu og golfdrottningin skoska Catriona Matthew.

Til þess að sjá heildarstöðuna á  LPGA KEB – Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR: