Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 09:30

Evróputúrinn: Randhawa leiðir eftir 1. hring á Hong Kong Open

Fremur óþekktur indverskur kylfingur Jyoti Randhawa tyllti sér í 1. sæti Hong Kong Open, sem hófst í gær með frábæran hring upp á 6 undir pari, 64 högg.

Reyndar má segja að Randhawa sé nokkurs konar „Rory“ Indlands a.m.k. eiga þeir tveir sama afmælisdag 4. maí!

Í 2. sæti eru Angelo Que frá Filippseyjum og Daan Huizing frá Hollandi, á 5 undir pari.

Huizing á reyndar ólokið leik á 1 holu, eins og nokkrir aðrir keppendur sem eftir eiga að leika 1-2 holur; og því getur staðan enn breyst.

Hægt er að fylgjast með Hong Kong Open á skortöflu með því að SMELLA HÉR: