Kaymer sigraði á Grand Slam
Martin Kaymer setti niður 2 metra fuglapútt og vann Bubba Watson á 1. holu bráðabana og sigraði þar með sinn fyrsta sigur á PGA Grand Slam of Golf .
Kaymer, sem var með 2 högga forystu eftir 1. dag var á sléttu pari í dag, 71 höggi meðan Bubba var á 2 undir pari, 69 höggum og því allt jafnt hjá þeim félögum og því varð að koma til bráðabana.
Báðir voru á 6 undir pari, 136 höggum eftir 36 holu leik og ljóst að koma þyrfti til bráðabana.
Kaymer og Bubba fóru því aftur á 18. teig en 18. holan var 1. hola bráðabanans.
Báðir átti glæsiteighögg á miðja braut og svo ólíklegt sem það virðist þá var dræv Kaymer örlítið lengra en hjá Watson. Aðhöggin þeirra voru jafntilkomumikil en Watson setti pressu á Kaymer þegar hann setti bolta sinn 1,5 metra frá holu en Kaymer var örlítið meira en 2 metra frá holu átti sem sagt lengra pútt eftir.
Kaymer púttaði fyrst og setti fuglapútt sitt niður og allt í einu var pressan á Bubba. Tvöfaldi Masters-sigurvegarinn missti púttið sitt aðeins til vinstri við holubarminn og titillinn var Kaymer.
Meistari PGA Championship og Opna breska Rory McIlroy strögglaði, var á 4 yfir pari, 75 í dag og lauk keppni samtals á 2 yfir pari, 144 höggum og Jim Furyk, sem sigraði Grand Slam-ið 2008 var á 2 yfir pari, 73 höggum, og lauk keppni á samtals 3 yfir pari, 145 höggum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
