Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 09:00

Grand Slam: Kaymer með 2 högga forystu e. fyrri dag

Sigurvegari Opna bandaríska Martin Kaymer hefir tekið tveggja högga forystu á Grand Slam of Golf eftir frábæran hring upp á 6 undir pari, 65 högg, þar sem hann fékk 5 fugla og glæsiörn.

Í 2. sæti er Masters sigurvegarinn Bubba Watson, sem lék á 67 höggum. Sigurvegari Opna breska og PGA Championship Rory McIlroy átti ágætis byrjun en lauk síðan hring sínum á 69 höggum og Jim Furyk rekur lestina á 73 höggum.

Leikur Kaymer var næstum eins fullkominn og þegar hann sigraði á Pinehurst nr. 2 í sumar.  Einu mistök hans var þrípútt á par-3 13. holunni, þar sem hann fékk skolla.

„Það er mikilvægt að slaka ekki á og maður haldi áfram því hér er maður ekki að keppa á móti kylfingum á Áskorendamótaröðinni evrópsku,“ sagði Kaymer, sem er í 12. sæti á heimslistanum og sá kylfingur sem er lægst rankaður af þeim sem spila í Grand Slam.

Lokahringurinn fer fram í dag í Port Royal.