Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 12:00

Jiménez vill verða Ryder Cup fyrirliði 2016

Tvöfaldur Ryder Cup varafyrirliði Evrópu, Miguel Angel Jiménez,  sem m.a. var varafyrirliði Paul McGinley í 16 1/2 sigri Evrópu g. 11 1/2 Bandaríkjanna í Gleneagles hefir gefið út að hann sækist eftir að verða næsti fyrirliði evrópska Ryder bikars liðsins í Hazeltine National í Chaska, Minnesota,  í Bandríkjunum 2016.

Jiménez, 50 ára,  var líka varafyrirliði evrópska liðsins árið 1997 þegar Seve Ballesteros var fyrirliði og hefir sjálfur tekið þátt í 4 Ryder bikars keppnum – en þar af hefir hann verið í 2 sigurliðum Evrópu.

„Ég myndi elska það að vera fyrirliði,“ sagði Jiménez, sem m.a. á metið yfir að vera elsti sigurvegari á Evrópumótaröðinni.

Hann undirbýr sig nú undir að taka þátt í Hong Kong Open og hann sagði ennfremur: „Það (að vera fyrirliði) er nokkur sem sérhver kylfingur sem keppir í Ryder bikarnum vill taka að sér.“

„Ég vil bara setja nafn mitt í hattinn og vona að nefndin velji mig,“ sagði Jiménez.

Jimenez verður að sannfæra 5 manna valnefndina þar sem sæti eiga m.a. 3 fyrrverandi Ryder fyrirliðar Evrópu:  McGinley, Jose Maria Olazabal og Colin Montgomerie – að hann sé réttur maður í starfið.

Í nefndinni eiga einnig sæti David Howell og George O´Grady og búist er við að hún skili ákvörðun um nýjan fyrirliða í byrjun næsta árs, 2015.

Lið Evrópu hefir sigraði í 8 af síðustu 10 Ryder bikars keppnum.