Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í Miramont mótinu í 13. sæti

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette  og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese léku á Miramont Invitaional mótinu í Miramont CC í Bryant, Texas.

Mótið fór fram dagana 13.-14. október 2014 og lauk því í gær. Þátttakendur voru frá 14 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (75 69) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni.  Golflið Louisiana Lafayette deildi 4. sætinu ásamt 3 öðrum háskólum.

Ragnar Már lék á 152 höggum (78 74) og hafnaði í 47. sæti í einstaklingskeppninni.  Golflið Mc Neese State varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Haraldar Franklín er Moe O´Brien holukeppnin 19. október n.k. Næsta mót Ragnars Más er einnig 19. október og fer fram í Lake Charles CC.

Sjá má lokastöðuna á Miramont Invitational með því  SMELLA HÉR: