Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 09:00

Champions Tour: Triplett sigraði á SAS meistaramótinu – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Kirk Triplett sigraði á SAS mótinu á Champions Tour (bandarísku PGA öldungamótaröðinni), sem fram fór s.l. helgi þ.e. 10.-12. október.

Triplett lék á samtals 14 undir pari, 202 höggum (70 63 69).

Í 2. sæti varð Tom Lehman 3 höggum á eftir, á samtals 11 undir pari, 205 höggum  (67 68 70).

Bernhard Langer og Kenny Perry deildu síðan 3. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á SAS Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings SAS Championship SMELLIÐ HÉR: