Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 08:45

Steve Stricker brást kylfufimin fyrir framan 80.000 manns

Steve Stricker, 47 ára, sem er einn af fremstu kylfingum Bandaríkjanna tók að sér að vera með skemmtiatriði í hálfleik leiks ruðningsboltaliða Wisconsin og Illinois háskóla.

Stricker er frá Wisconsin og býr í Wisconsin en lék hér áður fyrr með golfliði Illinois háskóla í bandaríska háskólagolfinu.

Málið var að Stricker átti að hitta nákvæmlega á miðpunkt vallarins, þ.e. W-ið, sem stendur fyrir Wisconsin.

Högg hans mistókst þannig að segja má að honum hafi brugðist kylfufimin í þetta sinn.

Sjá má myndir og myndskeið frá höggi Stricker á Randall Stadium með því að SMELLA HÉR: