Golflið Elon – Gunnhildur er 3. frá vinstri. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna, Gunnhildur og Elon hefja leik í dag á Lady Pirate mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon hefja leik í dag á Lady Pirate Intercollegiate, en mótið fer fram í Greenville, Suður-Karólínu.

Mótið stendur 13.-14. október 2014 og eru þátttakendur frá 18 háskólum.

Sunna fer út kl. 8:30 að staðartíma (kl. 12:30 að íslenskum tíma) af 17. teig og Gunnhildur á samta tíma af 18. teig.

Hægt er að fylgjast með skori Sunnu, Gunnhildar og annarra í golfiði Elon og Lady Pirate Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: