Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már hefja leik í Texas í dag

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette  og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja leik á Miramont Invitaional í Miramont CC í Bryant, Texas, í dag.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum - 62 högg!!! Mynd: Golf 1

Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1

Mótið fer fram dagana 13.-14. október 2014 og þátttakendur eru frá 14 háskólum.

Haraldur Franklín fer út kl. 8:00 að staðartíma (kl. 13:00 hér heima á Íslandi) af 7. teig.

Ragnar Már fer einnig út kl. 8:00 að staðartíma (kl. 13:00 hér heima á Íslandi) en af  16. teig.

Fylgjast má með gengi Haraldar Franklíns og The Ragin Cajuns, golfliðs Louisiana Lafayette með því að SMELLA HÉR: