Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og félagar hefja leik á Alister MacKenzie Inv. í dag

Rúnar Arnórsson, GK og félagar í Minnesota golfliðinu hefja leik í dag á Alister MacKenzie Invitational.

Mótið stendur dagana 13.-14. október 2014 og þátttakendur eru frá 16 háskólaliðum.

Leikið er á golfvelli Meadow Club, sem er par-71 í Fairfax, Kaliforníu.

Rúnar á rástíma kl. 8:15 að staðartíma (kl. 15:15 að okkar tíma hér heima á Íslandi) og hann fer út af 16. teig.

Fylgjast má með gengi Rúnars og golfliðs Minnesota með því að SMELLA HÉR: