Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 07:30

GG: Axel og Helgi Dan sigruðu í Kóngslöppinni

Laugardaginn 11. október fór fram Kóngslapparmótið á Húsatóftarvelli, í Grindavík.

Skráðir í mótið voru 43 (þar af 2 kvenkylfingar) en aðeins 35 luku keppni, þ.á.m. kvenkylfingarnir báðir!

Mótanefnd GG sendi frá sér eftirfarandi úrslitafrétt:

„Heldur höfðu veðurguðirnir snúið við okkur bakinu í morgun þegar fyrstu menn mættu til leiks, NA strekkingur, skítakuldi en sólskin svo von var á því að hitastigið myndi þokast upp.

Úrslitin eru eftirfarandi:
1.sæti í höggleik Helgi Dan Steinsson GG 71 högg.

Helgi Dan Steinsson, GG. Mynd: Í einkaeigu

Helgi Dan Steinsson, GG. Mynd: Í einkaeigu

1.sæti í punktakeppni Axel Jóhann Ágústsson GR 33 punktar.

2.sæti í punktakeppni Guðmundur Andri Bjarnason GG 32 punktar.
3.sæti í punktakeppni Birgir Hermannsson GG 30 punktar.

Ingvar Guðjónsson GG gerði sér lítið fyrir og var næstur holu á brautum 5. og 7. Bjarki Guðmundsson GG var næstur holu á 18.braut.

Mótanefnd vill þakka þeim sem tóku þátt í mótinu fyrir komuna.“