Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 07:00

Hvað var í sigurpoka Bae?

Sang-Moon Bae tryggði sér 2. PGA Tour sigur sinn með 2 högga sigri sínum á Frys.com Open.

Bae gerði m.a. þá breytingu að hann setti nýtt  Graphite Design MJ-7X skaft (45 tomma) á Callaway Big Bertha V-Series dræver sinn.

Bae notaði þar að auki Odyssey Damascus Grand pútter, sem hann náði sér í, í Japan og notaði fyrst í Silverado Country Club.

Odyssey framleiddi aðeins 350 Damascus Grand púttera með  #1 haus og þeir fengust aðeins í  Japan. Pútterinn er svartur með PVD áferð og púttershöfuðið vegur aðeins   345 grömm og er úr Damascus stáli — sem er sama stálið sem notað hefir verið til að búa til  samurai sverð í hundruðir ára.

Kannski pútterinn hafi átt meginþátt í sigri Bae en hann var að pútta reglulega vel með „samurai“ pútternum sínum.

Odyssey Grand Damascus pútterinn

Odyssey Grand Damascus pútterinn

Hér má annars sjá það sem var í poka hans:

Dræver: Callaway Big Bertha V-Series (Graphite Design Tour AD MJ-7X skaft), 9°.

3-tré: Callaway Diablo Octane (Mitsubishi Rayon Diamana ‘ahina skaft), 15°.

Blendingur: Callaway X Hot Pro (Aldila Tour Blue ATX 105X skaft), 18°.

Járn: Callaway RAZR X Muscleback (4-PW; True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue sköft).

Fleygjárn: Callaway X-Forged (52°, 56° og 60°; True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue sköft).

Pútter: Odyssey Demascus Grand.

Bolti: Callaway SR3.