Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 06:00

PGA: Bae sigraði á Frys.com Open – Hápunktar lokahringsins

Það var Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Frys.com Open.

Bae lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (66 69 65 73).

Í 2. sæti varð Ástralinn Steven Bowditch, sem varð 2 höggum á eftir á 275 höggum (73 68 67 67).

Fimm deildu síðan 3. sætinu á samtals 12 undir pari hver: Hunter Mahan, Martin Laird, Retief Goosen, Hideki Matsuyama og Bryce Molder.

Til þess að sjá lokastöðuna á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: