Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:34

Ólafur Björn tryggði sér sæti á Nordic League!!! Varð T-12 á lokaúrtökumótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK, varð í 12. sæti, sem hann deildi ásamt 4 öðrum á lokaúrtökumóti Nordic League í gær 11. október 2014.

Hann lék samtals á 4 undir pari, 212 höggum (71 70 71).

Hrefna Bragadóttir, kærasta Ólafs var kylfuberi fyrir hann í mótinu og þakkar Ólafur Björn hennar fyrir hennar þátt á facebook síðu sinni, en þar segir:

Það reyndi á ýmsu þessa 10 daga sem ég var hérna, þessi mót tóku svolítið á taugarnar en það var frábært að hafa Hrefnu á pokanum síðustu daga. Ég er mjög ánægður með þennan árangur, það er frábær tilfinning að vita að ég hafi tækifæri á að skipuleggja heilt tímabil með miklum fyrirvara. Þrátt fyrir allt saman er markmiðið þó ekki að spila á þessari mótaröð á næsta ári. Nú hefst fljótt undirbúningur fyrir úrtökumót evrópsku mótaraðarinnar. Ég veit hvað ég þarf að vinna í en á sama tíma mun ég taka margt með mér úr þessu móti. Takk fyrir allan stuðninginn.“

Sjá má lokastöðuna í lokaúrtökumóti Nordic League með því að SMELLA HÉR: