Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:15

Evróputúrinn: Alexander Levy sigraði á Portugal Masters

Frakkinn Alexander Levy sigraði á Portugal Masters, sem fram fór á golfstað sem sumir íslenskir kylfingar kannast vel við: Oceânico Victoria GC í Vilamoura, Portugal.

Leik var frestað ítrekað vegna mikilla úrkomu og loks ákveðið að stytta mótið í 36 holu mót.

Levy sigraði á glæsiskori 18 undir pari, 124 höggum (63 61).

Í 2. sæti varð Belgíumaðurinn Nicolas Colsaerts, sem var svo grátlega nálægt því að komast nálægt draumaskori sérhvers kylfings 59 höggum á fyrri hring sínum, en varð að sætta sig við 60 högg.  Colsaerts var 3 höggum á eftir Levy á samtals 15 undir pari, 127 höggum (60 67)

Sjá má lokastöðuna í Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta frá rigningahvassviðrinu  á Portugal Masters í Vilamoura með því að SMELLA HÉR: