Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 20:00

Golfþjálfari dæmdur í 27 ára fangelsi f. kynferðisbrot gegn nemendum sínum

Golfþjálfari drengja frá San Francisco, Andrew Nisbet, 32 ára, frá Livermore,  var dæmdur í 27 ára og 4 mánaða fangelsi s.l. fimmtudag fyrir að hafa brotið gegn 3 skjólstæðingum sínum (þ.e. golfnemendum) kynferðislega og fyrir að hafa lagt á ráðinn um að ráða kærendur af dögum úr fangelsi, sagði einn saksóknara.

Sjá má umfjöllun Golf 1 þegar upp komst um Nisbet í fyrra, 2013 með því að SMELLA HÉR: 

Dómurinn var felldur eftir játningu Nesbit.

Meðal sönnunargagna gegn Nesbit var bréf sem hann ritaði trúnaðarmanni sínum þar sem hann bað um að „að fórnarlömbunum yrði rutt úr vegi“ (ens.: asked to have the „victims taken care of“).

Nisbet var handtekinn fyrir ári síðan, 2013,  eftir að fórnarlömb á aldrinum 12-17 ára komu fram, sem voru í prógrammi hans á árunum 2009-2012.