Írskur kylfingur fer í mál við klúbbinn sinn
Þær eru margar skrítnu golffréttirnar árið 2014. En þessi toppar kannski allar.
S.l. fimmtudag var Thomas Talbot frá Dublin á Írlandi, fyrrum starfsmanni tryggingafélags, sem nú er kominn á eftirlaun synjað um áfrýjunarrétt í máli, sem Talbot hafði höfðað gegn fyrrum golfklúbbi sínum, fyrir að ófrægja mannorð sitt, með því að saka hann um að hafa gefið upp ranga forgjöf.
Málið var 83 daga að velkjast í hæstarétti Írlands, áður en málinu var vísað frá.
Talbot krafðist skaðabóta úr hendi Hermitage golfklúbbsins og eins af starfsmönnum þess, Eddie Murphy (frábært nafn!), og golfsambands Írlands. Talbot fannst klúbburinn vera að ásaka sig um að svindla þegar klúbburinn sendi honum skírteini þar sem sagði að forgjöf hans væri 13 með árituninni „General Play (Handicap Building).“
Í raun fannst Talbot klúbburinn vera að ásaka hann um að vera að nota ranga (hærri) forgjöf, en hún í raun var. Auðvitað myndi hvaða kylfingur sem er reiðast yfir slíkri ásökun, en þó aldrei eins mikið og ef þetta væri nú hreint og beint sannleikurinn ….. en að fara í mál yfir þessu, er það nú ekki einum of langt gengið?
Og ó, það gleymist að taka fram hér að þetta gerðist allt 2003 (fyrir 11 árum!!!!!) Maður skyldi nú ætla að forgjöf mannsins hafi breyst eitthvað á þessum árum!
En þetta er ekki allt. Árið 2004 var Talbot rekinn úr golfklúbbnum eftir að hann hann lenti í hávaðarifrildi við framkvæmdastjóra klúbbsins vegna þess sem Talbot kallar ásökun klúbbsins um að hann hafi svindlað. Skv. Laois Nationalist er Talbot 3. golfklúbbsmeðlimurinn til þess að hafa verið rekinn úr klúbbnum á 40 árum. Hinir tveir voru reknir annars vegar fyrir að skemma golfvöllinn og hins vegar fyrir að vera að syngja hávært lag með klúrum texta þegar konur voru í hollinu.
Þess má loks geta að Talbot horfir í risareikning vegna málareksturs síns og áratugalöng barátta hans fyrir að hreinsa mannorð sitt af því að vera kallaður svindlari í golfi hefir líklegast ekki borgað sig fyrir hann!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
