Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 12:00

PGA: Laird leiðir í hálfleik Frys.com Open – Hápunktar 2. dags

Skotinn Martin Laird leiðir eftir 2. dag 1. PGA Tour mótsins, Frys.com Open, á 2014-2015 keppnistímabilinu, sem er nýhafið.

Laird er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67).

Í 2. sæti eru Zachary Blair og Sang Moon Bae, báðir á samtals 9 undir pari; Blair (69 66) og Bae (66 69).

Blair, 24 ára, er einn af nýliðunum á PGA Tour í ár – var sá sem var í 11. sæti af þeim 50, sem hlutu kortin sín á PGA Tour á nýja keppnistímabilinu og fróðlegt að sjá hvernig hann á eftir að standa sig í ár …. en eitt er víst að hann byrjar vel!

Til þess að sjá stöðuna á Frys.com Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: