Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 10:00

LPGA: Phattlum efst fyrir lokahringinn í Malasíu

Thaílenski kylfingurinn Pornanong Phattlum leiðir fyrir lokahring Sime Darby LPGA Malaysia.

Phattlum er samtals búin að spila á 14 undir pari, 199 höggum (67 67 65).

Í 2. sæti er japanski kylfingurinn Ayako Uehara á samtals 11 undir pari.

Fjórar deila síðan 3. sætinu á samtals 10 undir pari hver þ.e. : Lydia Ko, Shanshan Feng, Chella Choi og So Yeon Ryu, sem var í forystu eftir 1. daginn, en átti hring yfir 70 í gær, sem dugði lítið gegn lágu skori allra framantaldra kylfinga.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Sime Darby LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR: