Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 17:30

LET Access: Valdís Þóra í 42. sæti e. 1. dag í Grikklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk 1. hring á Grecotel Amirandes Ladies Open, en mótið fer fram í Crete Golf Club í Hersonissos, Grikklandi og hófst í dag

Mótið stendur 10.-12. október 2014. Þáttakendur eru 62.

Valdís Þóra lék á 5 yfir pari, 77 höggum og deilir 42. sæti ásamt 6 öðrum eftir 1. dag.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Grecotel Amirandes Ladies Open með því að  SMELLA HÉR: