Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Kyle Reifers (13/50)
Kyle Reifers var nr. 38 af þeim sem þeim 50 sem hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015.
Kyle Reifers fæddist í Columbus, Ohio, 13. október 1983 og er því 30 ára að vera 31 árs eftir nokkra daga!
Kyle spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Wake Forest, sama háskóla og Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2014 Ólafía Þórunn spilaði golf í og eins Cheyenne Woods, frænka Tigers og Arnold Palmer, svo nokkrir frægir kylfingar þess skóla séu taldir.
Reifers sigraði á Monroe Invitational og Ohio Amateur árið 2004 og í Northeast Amateur árið 2005. Reifers spilaði með liði Bandaríkjanna í Walker Cup þar sem Bandaríkin unnu 12½-11½. Reifers varð og í 2. sæti í NCAA Division I Men’s Golf Championships, árið 2006.
Atvinnumannsferill Reifers
Reifers gerðist atvinnumaður í golfi árið 2006. Hann sigraði í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Egolf Tarheel Tour, sem m.a. Ólafur Björn Loftsson hefir spilað í, á Charlotte National Open aðeins 1 viku eftir að hann varð í 2. sæti á NCAA Men’s Golf Championships. Hann vann 2. mót sitt í vikunni þar á eftir en það var Chattanooga Classic á Nationwide Tour. Reifers varð 11. kylfingurinn á túrnum til þess að vinna í 1. móti sínu og sá 19. til þess að sigra eftir að hafa tekið þátt í úrtökumóti mánudeginum áður (ens. Monday qualifier). Reifers komst fyrst inn á PGA Tour árið 2007 eftir að hafa orðið T29 í Q-school 2006. Á nýliðaári sínu náði hann aðeins að komast í gegnum niðurskurð 9 sinnum af 27 skiptum, sem hann spilaði í móti. Hann lék á Nationwide Tour/Web.com Tour árin 2006, 2008–11 og 2013–14. Hann hefir hins vegar spilað á PGA Tour 2007, 2012, og kemur til með að spila núna keppnistímabilið 2014-2015.
Einkalíf Reifers
Pabbi Kyle Reifers, Randy, spilaði líka golf í bandaríska háskólagolfinu þ.e. með golfliði DePauw University og er í frægðarhöll kylfinga í Ohio (ens. Ohio Golf Hall of Fame). Foreldrar Kyle þ.e. Randy og Alison hafa bæði unnið á áhugamannamótum í Ohio (Ohio State Amateur tournaments). Pabbi hans spilaði með sama golfliði og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna Dan Quayle og golffréttaskýrandinn Mark Rolfing.
Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Reifers geta þeir skoðað heimasíðu hans með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
