Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 14:55

Ólafur Björn á 70 höggum á 2. degi Nordic Golf League úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK tekur þá í úrtökumóti inn á Nordic Gofl League mótaröðina, en úrtökumótið fer fram dagana 8.-11. október 2014 í Danmörku.

Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 141 höggi (71 70) og er sem stendur í 6. sæti á mótinu, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistala hans getur enn breyst, en ljóst er að hann er meðal efstu manna.

Til þess að sjá stöðuna á úrtökumóti Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: