Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 19:01

Evróputúrinn: Colsaerts nálægt 59 höggum 1. dag í Portúgal

Belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts er efstur eftir 1. dag Portugal Masters sem fram fer á golfvelli Oceånico Victoria Golf Club.

Aðeins munaði hársbreidd að Colsaerts væri á 59 höggum, en engum hefir tekist að ná því skori í 42 ára sögu Evrópumótaraðarinnar.

Hann fylgdi 7 fuglum eftir með tveimur glæsiörnum á 15. og 17. braut. Colsaerts þarfnaðist því aðeins fugls á 18. og lokaholunni til þess að vera á 12 undir pari, 59 höggum.

Því miður tókst það ekki – Colsaerts var samt á glæsiskori 11 undir pari, 60 höggum fyrsta dag!

Öðru sætinu deila Frakkinn Alexander Levy og Skotinn Scott Jamieson, sem báðir léku á 8 undir pari, 63 höggum og eru 3 höggum á eftir Colsaerts.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: