Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 19:00

Ólafur Björn á 71 1. dag lokaúrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK, lék á 1 undir pari, 71 höggi á 1. degi Nordic League lokaúrtökumótsins í dag.

Mótið fer fram á Trent Jones Skjodenæsholm vellinum á Sjálandi og komast 50 efstu í gegnum niðurskurð eftir 2 hringi en alls verða leiknir 3 hringir.

Ólafur Björn deilir 20. sætinu með 8 öðrum eftir 1. dag.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: