Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 08:00

Howell 5. maður í nefnd sem velur næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu

David Howell, sem þátt tók í 2 Ryder Cup mótum í liði Evrópu hefir verið útnefndur 5. og síðasti nefnarmeðlimur, í 5 manna nefnd sem kemur til með að velja næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu.

Næsta viðureign í Rydernum verður á Hazeltine National í Chaska, Minnesota í Bandaríkjunum.

Howell, sem er 39 ára Englendingur spilaði í liðum Evrópu í Rydernum 2004 og 2006, en í bæði skiptin sigraði Evrópa.

Aðrir sem sitja með honum í valnefndinni eru: Paul McGinley, José María Olazábal,  Colin Montgomerie og framkvæmdastjóri Evópumótaraðarinnar George O’Grady.

Búist er við að tilkynnt verði um nýjan fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu í byrjun 2015