Rory gaf 192 milljónir ísl. króna til krabbameinsveikra barna
Árið 2014 hefir verið Rory McIlroy gott – hann er aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum og hefir m.a. sigrað í 2 risamótum og með liði Evrópu í Ryder bikarnum.
En Rory er líka að bæta líf annarra utan vallar og gefa af sér og það gerði hann svo um munaði þegar hann gaf $ 1,6 milljónir (u.þ.b. 192 milljónir íslenskra króna) til krabbameinsbarna í Daisy Lodge á í Newcastle, Írlandi.
Gjöfin er liður í samstarfi Rory og the Cancer Fund for Children, en Daisy Lodge er skammstímavistun fyrir krabbameinsveik börn og aðstandendur þeirra, þar sem þau eiga að njóta alls hins besta.
„Short breaks þ.e. skammtímavistunin sér þreyttum fjölskyldum fyrir aðstöðu til þess að verja gæðatíma saman eftir að hafa varið mörgum mánuðum í einangrun eða á sjúkrahúsi,“ segir m.a. á vefsíðu Daisy Lodge. „Hér er hægt að endurhlaða batteríin, auka heilbrigði og fá stuðning frá sérfræðingum. Einnig veitist tækifæri til þess að kynnast og hljóta stuðning annarra fjölskyldna í svipuðum aðstæðum.
Rory hefir sjálfur þó nokkrum sinnum heimsótt krakkana á Daisy Lodge og um heimsóknir sínar þangað sagði hann m.a.: „Þetta kom mér virkilega á óvart. Þetta virkilega fær mann til að meta það sem maður hefur og maður vill hjálpa á allan hátt sem maður getur.“
Rory er svo sannarlega búinn að gera það…. og mættu aðrir taka sér hann til fyrirmyndar – því þó ekki allir eigi margar milljónir eins og Rory þá er hægt að gefa af sér á svo ótal marga vegu, sem kostar oft á tíðum ekki neitt ….. eins og t.d. bara með því að vera betri hvert við annað …. á golfvellinum sem utan hans!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
