Cindy Davis forseti NIKE segir af sér
Cindy Davis, 52 ára forseti Nike Golf frá árinu 2008 tilkynnti í fréttatilkynningu í gær að hún hygðist segja af sér. Cindy er fyrsta konan, sem rís til æðstu metorða í golfútbúnaðarfyrirtæki á heimsmælikvarða.
Jaime Martin, varaforseti og framkvæmdastjóri Nike Global Categories, sagði „Við þökkum Cindi fyrir stjórn hennar gegnum árum en hún hefir verið í forystu þróunar og vaxtar Nike Golf Business worldwide. Undir forystu Cindy hefir Nike Golf stöðugt skilað hagnaði ár eftir ár frá árinu 2009.“
Davis var fyrst framkvæmdastjóri Nike Golf árið 2004. Fjórum árum síðar var hún orðinn forseti fyrirtækisins. Áður en hún kom til Nike var hún varaforseti Golf Channel og vann hjá Arnold Palmer Golf og á LPGA.
Skv. Kate Meyers framkvæmdastjóra á alþjóðasamskiptasviði Nike mun Davis hafa stjórnina hjá Nike Golf þar til eftirmaður hennar verður tilnefndur.
Cindy Davis spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Furman í Greenville Suður-Karólínu, þar sem Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, var við nám og spilaði með golfliði háskólans. Cindy er með gráðu í hagfræði frá Furman og MBA gráðu í markaðsfræðum og fjármálum frá Maryland.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

