Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, leiðir eftir fyrri dag 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014. Alltaf jafn glæsileg! Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 02:22

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá varð í 3. sæti – Fresno State í 1. sæti!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið Fresno State, the Bulldogs luku leik í gær á Fresno State Classic.

Gestgjafi mótsins var háskóli Guðrúnar Brár, Fresno State. Þátttakendur voru 28 frá 5 háskólum.

Mótið fór fram dagana 6.-7. október 2014 og leikið var í San Joaquin Country Club 3484 W. Bluff Avenue, Fresno, Kaliforníu – 2 hringir fyrri dag og 1 hringur seinni dag.

Guðrún Brá lék samtals á 5 yfir pari, 221 höggi (71 78 72) og lauk keppni í 3. sæti  Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!!

Fjórir liðsmenn Fresno State voru í 4 efstu sætum mótsins og liðið því nokkuð örugglega í 1. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er í Indiana 17. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Fresno State Classic SMELLIÐ HÉR: