Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Alex Prugh (10/50)

Alex Prugh er sá 41. sem af 50 sem hlaut kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015.   Hann varð í 11. sæti á peningalista Web.com í fyrra og spilaði því á PGA Tour keppnistímabilið 2013-2014 en þurfti að fara í Web.com Finals mótaröðinni, til þess að endurnýja keppnisréttindi sín, en þar spila allir þeir sem eru 126-200 á peningalista PGA Tour og var Prug einn af þeim í ár.

Alexander Prugh fæddist 1. september 1984 í Spokane, Washington og varð því 30 ára fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Prugh var í Joel E. Ferris menntaskólanum, þar sem hann var í golfliðinu. Hann spilaði síðar í bandaríska háskólagolfinu með University of Washington, þars em hann var þrefaldur varsity Pac-10-All-Conference. Árið 2010 kvæntist Alex núverandi konu sinni, Katie.

Katie og Alex Prugh

Katie og Alex Prugh

Atvinnumannsferill

Frá því að Prugh gerðist atvinnumaður árið 2007 hefir hann varið mestum tíma við golfleik á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) þar sem hann hefir sigrað 1 sinni þ.e. á Michael Hill New Zealand Open, árið 2009.

Árið 2009 varð Prugh í 16. sæti á peningalista Nationwide Tour og vann sér í fyrsta sinn keppnisrétt á PGA Tour 2010. Aðeins í 3. móti sínu á PGA var Prugh í forystu á lokahring Bob Hope Classic. Mikið rigningarveður varð til þess að miklar tafir urðu og þegar aftur var farið að spila missti Prugh niður forystuna og hafnaði einn í 5. sæti og hlaut í verðlaun $200,000. Hann varð líka í 5. sæti á næsta móti Farmers Insurance Open og í 10. sæti á the Northern Trust Open.

Besti árangur Prugh er T-2 árangur á Frys.com Open, árið 2010.

Prugh var sem segir í 41. sæti af þeim sem unnu sér inn keppnisrétt og kortið sitt á PGA Tour 2015.