Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 13. sæti í Texas e. fyrri dag

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State taka þátt í SHSU Harold Funston Invitational, sem fram fer í Ravens Nest Golf Club í Huntsville, Texas.

Ranglega var getið að nýliðinn í liði Nicholls State, Emil Þór Ragnarsson, GKG, léki líka í mótinu, en hann er ekki með að þessu sinni.

Mótið stendur dagana 6.-7. október 2014 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.  Þátttakendur eru 48 frá 9 háskólum.

Andri Þór var á besta skori Nicholls State 1. hringinn, lék á 74 höggum og deilir 13. sætinu.

Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Harold Funston mótsins í Texas með því að SMELLA HÉR: