Fannar Ingi Steingrímsson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2014

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 16 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis.

Fannar Ingi við keppni erlendis 2013

Fannar Ingi við keppni erlendis 2013

 

Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri.  Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á  golfvelli Luffness New Golf Club  í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti.

Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu.  Þar sigraði Fannar Ingi með glæsihring upp á 61 högg!!!

Í byrjun júní 2013  varð Fannar Ingi síðan í 9. sæti á Eimskipsmótaröðinni (aðeins 14 ára!!!) úti í Eyjum, þar sem keppt var í leiðindarigningarúrhelli síðari daginn.

Fannar Ingi í Eyjum

Fannar Ingi í Eyjum

Fannar Ingi komst í 8 manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni 2013 í drengjaflokki en laut þar í lægra haldi fyrir Birgi Birni Magnússyni 3&1.

Fannar tók síðan þátt í Finnish International Junior Championship í fyrra, 2013, þar sem hann deildi 28. sæti á 13 yfir pari (79 78).

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship - Ragnhildur er fyrir miðju myndarinnar í rauðum bol - þ.e. 2. frá vinstri af þeim sem eru í rauðum bol

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship – Ragnhildur er fyrir miðju myndarinnar í rauðum bol – þ.e. 2. frá vinstri af þeim sem eru í rauðum bol

Stuttu síðar var hann við keppni í Kaliforníu í gríðarlega sterku heimsunglingamóti, Callaway Junior World Golf Championship þar sem hann varð í 26. sæti.

Enn tók Fannar Ingi þátt í feykisterku unglingamóti,US Kids Golf Teen World Championship í fyrra, þar sem hann varð í 5. sæti, sem var stórglæsilegur árangur í ljósi þess að keppendur voru 130 víðs vegar að úr Bandaríkjunum og heiminum öllum. Leikið var á Pinehurst golfvellinum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Fannar Ingi í Kaliforníu

Fannar varð síðan þegar heim var komið í 6. sæti á Íslandsmóti unglinga í höggleik, þ.e. drengjaflokki og í 3. sæti á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór í Grafarholtinu 2013.

Loks mætti geta þess að Fannar Ingi ásamt 5 öðrum fræknum gerði okkur öll geysistolt þegar piltalandsliðið okkar komst áfram úr undankeppni fyrir EM varð í 3. sæti  í liðakeppninni 2013 og Fannar Ingi í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!

Íslenska piltalandsliðið

Íslenska piltalandsliðið – Fannar Ingi situr fremst t.h.

Í ár 2014 er Fannar Ingi m.a. tvöfaldur Íslandsmeistari, þ.e. er bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik í drengjaflokki (15-16 ára) á Íslandsbankamótaröðinni.

Dagana 24.-26. júlí fór fram European Young Masters mótið í Golf Club Hamburg.

Þátttakendur frá Íslandi voru 4: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG; Henning Darri Þórðarson, GK; Saga Traustadóttir, GR og Ólöf María Einarsdóttir, GHD.

Fannar Ingi stóð sig best af íslensku þátttakendunum varð í 13. sæti á samtals 6 yfir pari.

Þátttakendur í European Young Masters - Fannar Ingi stóð sig best varð í 13. sæti! Mynd: GSÍ

Þátttakendur í European Young Masters – Fannar Ingi stóð sig best varð í 13. sæti! Mynd: GSÍ

Af mörgu frábæru sem aðeins er hægt að tæpa á hér frá þessu ári mætti nefna glæsihring Fannars Inga á 2. degi á Eimskipsmótaröðinni nú í ár, þar sem hann lék á 4 undir pari, 66 glæsihöggum!

Fannar Ingi er bara í einu orði sagt FRÁBÆR!!!

Sjá má aðeins eldra viðtal Golf 1 við Fannar Inga með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan

Fannar Ingi Steingrímsson (Innilega til hamingju með daginn!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Hermann Keiser, 7. október 1914 (vann m.a. Masters risamótið 1946);  Peter Baker, 7. október 1967 (47 ára);  Jenny Shin, 7. október 1992 (22 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is