Scott 51 árs bróðir Steve Stricker látinn
Scott Stricker, eldri bróðir PGA Tour kylfingsins Steve Stricker lést s.l. laugardag á University of Wisconsin Hospital í Madison, Wisconsin.
Scott Stricker, sem bjó í Cambridge,Wisconsin varð 51 árs.
Í janúar gekkst hann undir skurðaðgerð á görnum þar sem gall lak inn í maga hans. Í kjölfarið gekkst hann undir lifrarígræðslu í febrúar sem bjargaði lífi hans þá. En eftir þessar aðgerðir gáfu nýru hans sig og hann var stöðugt inn og út á gjörgæslu.
Scott Stricker var einnig með Crohn’s disease.
Skv. dánarfregn í the Janesville Gazette, mun jarðarför hans fara fram nú á miðvikudaginn kl. 11 f.h. frá Central Catholic Church í Edgerton. Hinsta kveðja er milli kl. 16:00-19:00 á morgun, þriðjudag í Albrecht Funeral Homes & Cremation Services í Edgerton, og frá kl. 10 á miðvikudaginn þar til athöfnin hefst kl. 11:00.
Golf 1 var m.a. með frétt af því þegar Steve Stricker íhugaði að vera ekki með í heimsmótinu í golfi vegna veikinda bróður síns. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Lifrarígræðslan gekk vel s.l. febrúar og Steve var með í heimsmótinu.
Fyrir Opna bandaríska fyrr í sumar talaði Steve Stricker um hversu mikið veikindi bróður hans hefðu tekið toll af golfleik hans.
„Ég er alltaf á sjúkrahúsinu þegar ég er heima,“ sagði Steve Stricker. „Hann hefir verið fókusinn hjá mömmu og pabba og fjölskyldum okkar s.l. 6 mánuði, þannig að golfið hefir verið látið sitja á hakanum.“
Í síðasta mánuði var Steve Stricker, 47 ára, varafyrirliði bandaríska Ryder bikars liðsins, sem tapaði fyrir liði Evrópu í Pertshire, Skotlandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
