Guðrún Brá. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í dag í Fresno

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið Fresno State, the Bulldogs hefja leik í dag á Fresno State Classic.

Gestgjafi mótsins er háskóli Guðrúnar Brár Fresno State. Þátttakendur eru 28 frá 5 háskólum.

Mótið fer fram dagana 6.-7. október 2014 og leikið er í San Joaquin Country Club 3484 W. Bluff Avenue, Fresno, Kaliforníu.

Guðrún Brá á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (kl. 16:00 að okkar tíma) og fer út af 3. teig, en allar eru ræstar út á sama tíma.

Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár og Fresno SMELLIÐ HÉR: