Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 13:30

Axel á 79 og Ólafur Björn á 77 e. 1. dag úrtökumóts Nordic Golf League

Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu leik nú  í morgun á úrtökumóti á Nordic Golf League, á Ecco túrnum danska í dag.

Mótið fer fram í Skjoldenæsholm Golf Center, í Danmörk.  Þátttakendur eru 79.

Axel lék á 7 yfir pari, 79 höggum og Ólafur Björn á 5 yfir pari, 77 höggum.

Mótsaðstæður eru erfiðar en völlurinn er fremur blautur.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Skjoldenæsholm Golf Center með því að SMELLA HÉR: