Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í 5. sæti á David Toms Intercollegiate

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette léku á David Toms Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Baton Rouge, Louisiana og lauk í gær.

Mótið fór fram dagana 4.-5. október 2014 og þátttakendur voru tæp 70 frá 12 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals 223 höggum (73 79 71) og lauk keppni jafn öðrum í 5. sæti í keppninni!

Haraldur Franklín var á besta skori The Ragin Cajuns, golfliðs Louisiana Lafayette, sem hafnaði T-8 í liðakeppninni.

Næsta mót Haraldar Franklín og golfliðs Louisiana Lafayetter er Miramont Invitational, sem hefst 13. október n.k í Bryan, Texas.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: