Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 01:00

LET Access: Valdís Þóra í 11. sæti e. 1. dag á Azor-eyjum!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Açcores  Ladies Open á Azor-eyjumni Sao Miguel í Portúgal.

Leikið er á Golf de Batalha og eru þátttakendur um 50.

Á 1. degi lék Valdís Þóra á 3 yfir pari, 75 höggum og deilir sem stendur 11. sæti með 6 öðrum.

Þrjár deila efsta sætinu: hin þýska Franziska Friedrich, hin svissneska Caroline Rominger og Daniela Prorokova frá Tékklandi, en allar léku þær á 2 undir pari, 70 höggum.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Açcores  Ladies Open með því að SMELLA HÉR: