Stacy Lewis
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 13:00

LPGA: Stacy Lewis leiðir á Reignwood Classic í hálfleik

Í Peking, Kína fer nú fram Reignwood LPGA Classic mótið, sem er hluti af LPGA mótaröðinni og er mótið nú hálfnað.

Efst eftir 2 leikna hringi er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, bandaríska stúlkan Stacy Lewis.

Lewis hefir leikið hringina 2 á samtals 12 undir pari, 134 höggum (66 68).

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Lewis er landa hennar Brittany Lang á samtals 10 undir pari og 4 kylfingar deila 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hver þ..e þær: Caroline Masson frá Þýskalandi, Mirim Lee frá Suður-Kóreu, Belen Mozo frá Spáni og Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, frá Svíþjóð.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Reignwood LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: