Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 11:30

Leiðrétt frétt: Bandaríska háskólagolfið: Skor Gunnhildar taldi í 1. móti hennar!

Ranglega var greint frá því  í frétt Golf 1 frá 1. október 2014 s.l. að skor Gunnhildar Kristjánsdóttur, GKG, sem var að leika sinn fyrsta leik með golfliði Elon, í bandaríska háskólagolfinu, hefði ekki talið.

Í þessu fyrsta móti Gunnhildar í bandaríska háskólagolfinu, UNCG Forest Oaks Fall Classic, sem fram fór í Greensboro, Norður-Karólínu varð lið hennar Elon í 1. sæti.

Í hinni röngu frétt Golf 1 sagði eftirarandi: „Gunnhildur hafnaði í 54. sæti í einstaklingskeppninni var á samtals 21 yfir pari og var í 5. og síðasta sæti af liðsfélögum sínum og taldi skor hennar ekki að þessu sinni.“

Hið rétta er að skor Gunnhildar taldi á 2. hring en þar var hún í 4. sæti í liði sínu og eins var skor hennar það 4.-5. besta á 3. hring og taldi það því og átti Gunnhildur því sinn þátt í glæsilegum 1. sætis árangri Elon liðsins sjá nánar hér að neðan:

image001

Er Gunnhildur beðin afsökunar á þessari rangfærslu Golf 1 og henni óskað velfarnaðar í komandi mótum! 🙂