Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 09:30

Ryder Cup 2014: Bandaríska liðið sendir Rory í fýluferð

Á blaðamannafundi sínum eftir 1. hring Dunhill Links Championship, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni talaði Rory McIlroy m.a. um skemmtunina eftir sigurinn í Ryder bikarnum.

Líkt og Golf 1 greindi frá var Rory í engu öðru en skotapilsi og með hárkollu á einum tímapunkti. Sjá skotapilsfrétt Golf 1 um Rory með því að SMELLA HÉR:   Aðspurður um það í gær sagði brosandi Rory á  blaðamannafundinum vegna Dunhill Links Championship í gær:  „Ég man ekkert eftir þessu. Þetta rann allt saman einhvern tímann um miðnætti.“  En þetta er ekki allt sem skeði.

Skv. Rory var hann í partý ásamt liðfélögum sínum þegar hann fékk SMS frá Keegan Bradley.  Keegan bauð honum í liðsherbergi bandaríska liðsins til þess að vera svolítð með bandaríska liðinu. Rory fannst sem að það gæti verið gaman þannig að hann fór yfir í liðsherbergi bandaríska liðsins.

Það sem Rory gerði sér ekki grein fyrir að þetta var prakkarastrik; bandaríska liðið hafði bara ætlað að senda Rory í fýluferð.  Þegar Rory kom að liðsherberginu var hann stöðvaður af öryggisgæslunni sem sagði við hann að Patrick Reed vildi ekki sjá neina úr Evrópuliðinu og neituðu honum um inngöngu.  Rory, sem var smá spældur, hélt aftur tilbaka til félaga sinna í evrópska liðinu bara til þess að komast að því að flestallir úr bandaríska liðinu voru þegar komnir þangað að skemmta sér með liði Evrópu (sem er víst býsna algengt eftir Ryder bikars keppnir).

Þetta hafði allt verið planað og Rory „hló bara“ með öllum og parýið hélt áfram.  Svolítið seinna um kvöldið var skotapilsuppákoman.  Hér má sjá endurrit frá blaðamannafundinum í gær þar sem Rory er spurður um partýið eftir sigurinn:

Sp: Getur þú sagt okkur tímaröðina og hvað gerðist í þessu Skotapiladæmi þarna sunnudagskvöldið? Hvers hugmynd var þetta?

RORY McILROY: „Í allri hreinskilni sagt man ég það ekki (hlátur í salnum).  Röð atburða verður svolítið þokukennd um miðnætti.  Ég kom mér úr liðsherbergi evrópska liðsins um klukkan 10 til þess að hitta vini mína og fjölskyldu á bar og þá fékk ég SMS frá Keegan Bradley kl. 10:30, sem var svolítið fyndið, en hann var bara að bjóða mér í liðsherbergi Bandaríkjamannanna.“

Þannig að ég sagði:„Yeah, ég mæti.  Þegar ég kom að bandaríska liðsherberginu voru tveir úr öryggisgæslunni við dyrnar  og ég sagði að ég væri þarna til þess að hitta strákana sem buðu mér. Annar gaurinn sagði: „Oh, ég er ekki viss um að þér séu að hleypa neinum inn á þessari mínútu.“

Ég sagði: „Hvað meinarðu?“

Hann svaraði: „Ég skal fara og athuga þetta.“  Þannig að ég stend þarna við liðsherbergi Bandríkjamannanna í u.þ.b. 5 mínútur og þetta var svo undarlegt. Öryggisgæslunáunginn kemur aftur og segir: „Neipp, þeir eru ekki að hleypa neinum inn, enn.“

Rory: „Ég sagði: „Í alvörunni?“

Sumir liðsfélagar Rory í evrópska liðinu komu honum til hjálapar og þeir tróðust allir inn í bandaríska liðsherbergið og skemmtu sér vel.  Þetta var frábær aðferð til þess að  ljúka því sem hafði verið frábær vika!“ (Aðrir liðsfélagar þess evrópska voru í millitíðinni að skemmta sér með bandaríska liðinu í evrópska liðsherberginu).