Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 15:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Park Sung-joon (6/50)

Park Sung-joon er suður-kóreanskur kylfingur, sem er fæddur 9. júní 1986 og því 28 ára.

Park spilaði á Japan Golf Tour og vann fyrsta sigur sinn á  Vana H Cup KBC Augusta í ágúst 2013.

Hann varð í 5. sæti á peningalista japanska PGA þetta keppnistímabilið.

Árið 2014 spilaði Park á Web.com Tour og varð í 44. sæti á Web.com Tour finals og vann kortið sitt í fyrsta inn á PGA Tour.

Park spilaði m.a. í World Cup árið 2011 fyrir Suður-Kóreu.