Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 08:45

Hvað er í pokanum hjá Rickie Fowler?

Rickie Fowler sem er nr. 10 á heimslistanum, tapaði tvímenningsleik sínum gegn nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy í Ryder bikars keppninni s.l. helgi.

Svo sem allir vita getur allt gerst í holukeppni og ósigurinn má því alveg eins skrifa á dagsformið, það að lið Evrópu var „á heimavelli“, fremur en að mikill munur sé á Rory og Rickie hæfileikalega séð.

Áhugavert er hvað Rickie var eiginlega með í pokanum á Rydernum?  Það voru eftirfarandi kylfur:

Dræver: Cobra BiO Cell (9.5°), með  Mitsubishi Rayon Diamana White Board 73X skafti.

Brautarjárn: Cobra BiO Cell (13.5° and 18.5°), með Aldila Tour Blue TX 75 sköftum.

Járn: Cobra AMP Cell Pro (4-9), með True Temper Dynamic Gold X100 sköftum.

Fleygjárn: Cobra Tour Trusty (47°, 51°, 55° and 59°), með True Temper Dynamic Gold S400 sköftum.

Pútter: Scotty Cameron for Titleist Newport Prototype.

Bolti: Titleist Pro V1x.