Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 08:00

Hætta menn í golfi vegna þess að það er forréttindasport?

James Corrigan, golfskríbent The Telegraph skrifar áhugaverða grein sem ber heitið: „Love-in with celebrities at big events like the Ryder Cup is doing golf no favours“ (Lausleg þýðing: Ást á þeim frægu í stórum mótum eins og Ryder Cup er ekki að gera golf neinn greiða.“  Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: 

Í grein sinni ræðir Corrigan m.a. pro-am mótin, þar sem frægir einstaklingar á borð við leikarann Hugh Grant, Bill Murray og Kyle McLachlan eru fengnir til að spila í og segir það skiljanlegt að slík mót séu haldin vegna styrktaraðila og auglýsenda, en frægir aðilar draga athygli að mótunum og þar með vörunni sem verið er að auglýsa.

Hins vegar virðist Corrigan vera að gagnrýna hversu lítið þetta sé að gera fyrir golfíþróttina.

Á tímum þar sem félögum fækkar í golfklúbbum um allan heim (Ísland undantekning – þrátt fyrir slæmt veður s.l. 2 sumur) er verið að ýta undir forréttindamómentið í golfinu, þegar frægir einstaklingar fá t.a.m. að vera með í pro-am mótum og spila við súperstjörnurnar í golfinu eða a.m.k. fylgjast með keppni s.s. Ryder bikars keppninni framar öðrum, hinum sönnu golfaðdáendum, sem búnir eru að kaupa miðana dýrum dómum.

Telur Corrigan þetta ýta undir „Við (hinir ríku og frægu) gegn hinum (almenningi/„pöplinum)“ mómentið,  sem fæli menn frá golfi og verði e.t.v. líka til þess að þeir hætti í golfi.