Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 07:00

Tiger opnar veitingastað

Skv. the Palm Beach Post, mun Tiger Woods opna veitingastað í  Jupiter, Flórída.

Veitingastaðurinn mun koma til til með að heita „The Woods Jupiter: Sports and Dining Club“ (mjög frumlegt) og opnar á næsta ári, 2015.

Í blaðagreininni kemur fram að samfélagið og samfélagsverkefni séu Tiger Woods mikilvæg.

„Ég sér fyrir mér stað þar sem fólk getur hitt vini sína, horft á íþróttir í sjónvarpinu og notið góðs matar,“sagði Tiger.  „Ég vildi koma á fót veitingastað hér í samfélaginu sem ég bý í, þar sem það gæti hjálpað samfélaginu.“

Það er áhugavert í hvaða átt Tiger fer með þennan nýja stað sinn, en hann er nú farinn að nálgast 40 ára aldurinn (er 38 og verður 39 í desember n.k.).

Jack Nicklaus og Arnold Palmer eru í mörgum verkefnum enn þann dag í dag og eru tekjuhærri en flestir kylfingar, sem enn eru að keppa og Tiger á eflaust eftir að standa sig vel í því líka og e.t.v. gera gott betur.