Rory kylfingur ársins á PGA – Hadley nýliði ársins
Rory McIlroy var í dag valinn leikmaður ársins af félögum sínum á PGA túrnum í 2. sinn á 3 árum – Nýliði ársins var valinn Chesson Hadley.

Chesson Hadley
Þar með er Rory kominn í hóp Tiger Woods, Greg Norman og Nick Price, en þeir hafa allir unniðthe Jack Nicklaus Award oftar en 1 sinni frá því farið var að veita viðurkenninguna 1990.
„Mig langar til að vinna fleiri slíkar (viðurkenningar) á ferli mínum og mér finnst eins og ég geti það,“ sagði Rory en hann er í St. Andrews þar sem hann ætlar að spila í Dunhill Links Championship.
Meðal þess sem talið er hafa vegið þungt í valinu á Rory sem leikmanni ársins er að hann er aðeins 7. kylfingurinn í golfsögunni, sem unnið hefir tvö síðustu risamót á sama árinu, en það gerðist síðast árið 2008 þegar Pádraig Harrington tókst það.
Aðrir sem komu til greina sem kylfingur ársins á PGA í ár voru Martin Kaymer, sem sigraði á The Players Championship og Opna bandaríska; Masters sigurvegarann Bubba Watson; og FedEx Cup meistarann Billy Horschel; og auk þess Jimmy Walker, sem vann 3 mót á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014.
Chesson Hadley var valinn nýliði ársins 2014. Sjá má kynningu Golf 1 á Hadley með því að SMELLA HÉR:
Hadley sigraði á the Puerto Rico Open, sem var haldið á sama tíma og heimsmótið fór fram í Doral. Hann var einn af 3 nýliðum sem kom til greina en sá eini af þeim sem sigraði á PGA Tour og komst þar að auki í 3. umferð FedEx Cup umspilsins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
