Kristján Þór Einarsson, GKJ, stigameistari GSÍ 2014 í karlaflokki. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 16:00

Nordea Tour: Kristján Þór og Einar Haukur úr leik

Kristján Þór Einarsson, GKJ og Einar Haukur Óskarsson, Delsjö Golfklubb eru úr leik eftir bráðabana um, hver af 5 sem urðu í 15. sæti á  úrtökumóti fyrir Nordea Tour í Ljunghusens golfklúbbnum í Svíþjóð, kæmist áfram.

Einar Haukur Óskarsson, GK. Mynd: Golf 1

Báðir voru þeir Kristján Þór og Einar Haukur á 5 yfir pari; Kristján Þór (77 72) en Einar Haukur (72 77).

Fyrst var talið að allir sem yrðu í 15. sæti og þeir sem jafnir væri í því hefðu komist áfram. Þetta hefði þýtt að 19 hefðu komist áfram.  Það fór hins vegar fram bráðabani og því miður eru báðir Íslendingarnir úr leik.

Mótið fór fram 30. september – 1. október 2014 og þátttakendur voru 66.

Sjá má lokastöðuna á Ljunghusens úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: