Stigameistarar krýndir á lokahófi GSÍ 2014 – Myndasería
Lokahóf GSÍ fór fram í gær, 30. september 2014, í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand. Í hófinu voru stigarmeistarar Eimskipsmótaraðarinnar, Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaröð Íslandsbanka krýndir og auk þess veittar aðrar viðurkenningar innan golfíþróttarinnar. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá lokahófinu með því að SMELLA HÉR:
Eins er hér tengill inn á myndasíðu GSÍ þar sem sjá má fallegar myndir frá lokahófinu SMELLIÐ HÉR:
Krýningarathöfn lokahófsins hófst með ávarpi forseta GSÍ, Hauks Arnar Birgissonar, en hann rifjaði upp árangur íslenskra kylfinga s.l. sumar.

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1
Íslenskir kylfingar hafa náð frábærum árangri erlendis og sagði forsetinn skemmst að minnast glæsilegs sigurs i Gísla Sveinbergssonar, GK, í Duke of York mótinu, en hann stóð sig auk þess stórvel í öðrum mótum erlendis. Þannig varð Gísli í 3. sæti fyrst á Brabants mótinu í Hollandi og leit lengi vel út að hann myndi standa uppi sem sigurvegari og vinna sér inn þátttökurétt á KLM Open, sem er mót á Evrópumótaröðinni. Síðan náði Gísli enn og aftur 3. sætinu á Opna finnska áhugamannamótinu!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, náði stórglæsilegum árangri á sínu fyrsta atvinnumannsmóti á LET Access mótaröðinni, Open Generali de Strasbourg í Strasbourg, Frakklandi en hún hafnaði í 13. sæti þ.e. var á topp-15 meðan aðrir nýliðar eru oft að berjast við það eitt að komast gegnum niðurskurð!
Tveir kylfingar þeir Ólafur Björn Loftsson, NK og Þórður Rafn Gissurarson, GR eru auk þess komnir á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og sá þriðji, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG að fara að hefja leik á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í næstu viku.
Þrír kylfingar: stigameistari GSÍ 2014 Kristján Þór Einarsson, GKJ Pétur Freyr Pétursson, GR og Einar Haukur Óskarsson, GK, voru auk þess á úrtökumóti fyrir Nordea Tour í Svíþjóð og gat stigameistarinn því ekki verið viðstaddur afhendingu verðlauna sinna, en sendi verðugan fulltrúa sinn til að taka við þeim ,þar sem faðir hans var. Reyndar voru margir okkar bestu kylfinga fjarri góðu gamni því á 2. tug íslenskra kylfinga eru við nám og leik í bandaríska háskólagolfinu.
Fram kom m.a. í máli forsvarsmanna GSÍ að sérlega ánægjulegt væri hversu margir verðlaunahafar væru af landsbyggðinni, sem sýndi að kylfingar þaðan gætu vel náð árangri og verið meðal þeirra bestu þó aðstaða þeirra til æfinga væri lakari en á höfuðborgarsvæðinu.
Eftir ávarp forseta GSÍ tók markaðsstjóri Íslandsbanka, Hólmfríður Einarsdóttir, til máls.

Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka. Mynd: Golf 1
Hún sagði m.a. að það væri Íslandsbanka ánægjuefni að styðja við bakið á börnum og unglingum í golfíþróttinni. Að því loknu hófu Haukur og Hólmfríður af krýna stigameistara Áskorendamótaraðar Íslandsbanka og Íslandsbankamótaraðarinnar.
Eftirfarandi hlutu viðurkenningar og voru krýndir stigameistarar:
Áskorendamótaröð Íslandsbanka
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 7132.50
2. Thelma Björt Jónsdóttir GK 5077.50
3. Kristín Sól Guðmundsdóttir GKJ 4747.50

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Kristófer Tjörvi Einarsson GV 6412.50
2. Aron Emil Gunnarsson GOS 5407.50
3. Máni Páll Eiríksson GOS 4747.50

Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Freydís Eiríksdóttir GKG 1500.00

Freydís Eiríksdóttir, GKG, á fyrsta móti Áskorendamótaraðarinnar Íslandsbanka 2014. Mynd: Golf 1
Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Emil Árnason GKG 5100.00
2. Einar Sveinn Einarsson GS 4177.50
3. Arnar Gauti Arnarsson GK 4136.25

Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Guðjón Heiðar Ólafsson GK 2700.00
2.-3. Þorsteinn Orri Eyjólfsson GKJ 1500.00
2.-3. Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK 1500.00

Íslandsbankamótaröðin
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Kinga Korpak GS 8670.00
2. Zuzanna Korpak GS 8047.50
3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 7177.50

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ingvar Andri Magnússon GR 7922.50
2. Kristófer Karl Karlsson GKJ 6936.25
3. Sigurður Arnar Garðarsson GKG 6425.00

Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Ólöf María Einarsdóttir GHD 9165.00
2. Saga Traustadóttir GR 8565.00
3. Eva Karen Björnsdóttir GR 6165.00

Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Arnór Snær Guðmundsson GHD 6446.25
2. Kristján Benedikt Sveinsson GA 6362.50
3. Henning Darri Þórðarson GK 6275.00

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Helga Kristín Einarsdóttir NK 8367.50
2. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 6600.00
3. Birta Dís Jónsdóttir GHD 6181.25

Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Aron Snær Júlíusson GKG 7920.00
2. Kristófer Orri Þórðarson GKG 6776.25
3. Tumi Hrafn Kúld GA 5836.88

Þar á eftir var komið að fulltrúa Eimskips, Dagnýju Jónsdóttur að krýna stigameistara Eimskipsmótaraðarinnar.

Eimskipsmótaröðin
Karlaflokkur:
1. Kristján Þór Einarsson GKJ 8910.67
2. Bjarki Pétursson GB 6013.75
3. Gísli Sveinbergsson GK 5669.17

Gísli sem varð í 3. sæti á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar var sá eini í karlaflokki sem var mættur.
Kvennaflokkur:
1. Karen Guðnadóttir GS 7668.50
2. Signý Arnórsdóttir GK 6361.00
3. Sunna Víðisdóttir GR 6257.50

Júlíusarbikarinn, Lægsta meðalskor á Eimskipsmótaröðinni 2014
Kristján Þór Einarsson GKj 71,37 högg

Faðir Kristjáns Þórs tók við verðlaunum f.h. sonar síns – Hér veitir hann Júlíusarbikarnum mótttöku. Mynd: Golf 1
Stigameistarar klúbba 2014:
Stigameistari klúbba í karlaflokki
Golfklúbbur Reykjavíkur
Stigameistari klúbba unglingaflokkar
Golfklúbbur Reykjavíkur

David Barnwell tók við verðlaunum fyrir stigameistara klúbba í karla- og unglingaflokki en þar bar GR sigur úr býtum
Stigameistari klúbba í kvennaflokki
Golfklúbburinn Keilir

Forseti GSÍ ásamt formanni Keilis sem tók við verðlunum fyrir stigameistara klúbba í kvennaflokki
Stigameistarar LEK
Kvennaflokkur: Ásgerður Sverrisdóttir, GR
Karlaflokkur: Jón Haukur Guðlaugsson, GR
Efnilegust árið 2014 voru valin Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR.

Forseti GSÍ, Gísli og Ragnhildur. Mynd: gsimyndir.net
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
