Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 12:00

Rory gerir mikið fyrir sig í líkamsrækt

Myndin af Rory McIlroy í engu nema Skotapilsi og í hárrauðri hárkollu (sem fylgir frétt hér á Golf 1 í dag) hefir vakið athygli vegna fagurs vaxtar og vöðvarstælts efri parts líkama Rory.

En leiðin að vextinum flotta og titilsins nr. 1 á heimslistanum hefir kostað sitt …. m.a. blóð, svita og tár í líkamsræktinni.

Þetta er 3. sigur Rory með Ryder bikars liði Evrópu í röð (2010, 2012 og 2014).

Rory er einnig í flottum félagsskap með Jack Nicklaus og Tiger Woods, en þeir 3 eru einu kylfingarnir í nútíma golfi sem sigrað hafa í 4 risamótum fyrir 26 ára aldurinn.

Rory hefir löngum þótt hæfileikaríkur kylfingur en það sem gerir hann þetta örlítið betri en aðra er að hann hamast í líkamsræktinni og gætir að mataræði sínu.

Árið 2010 var Rory bara þessi klassíski mjói kylfingur með mjúka sveiflu með mikla náttúruhæfileika og liðleika en með svolitla bumbu. Til þess að fá aðstoð til þess að stökkva á súperstjörnuhraðlestina í golfheiminum sneri hann sér til einkaþjálfarans  Steve McGregor, Ph.D., sem sá í Rory gífurlegan hæfileikakylfing.

„Hann var með gríðarlega hæfileika en hafði lítið verið í líkamsrækt var líktið að gera annað en að æfa golf.   Það fyrsta sem McGregor vann í var að koma meira jafnvægi á ójafnvægið milli sterkarar hægri líkamshluta Rory og tiltölulega veikrar vinstri hliðar. Meðal æfinga sem hann lét Rory gera voru margar æfingar bara með einum handlegg eða einum fótlegg þ.á.m. með ketilbjöllum. Mikil áhersla var lögð á neðri hluta líkama Rory – sem er sönn uppspretta krafts. „Æfingarnar með neðri hluta líkamans kom stöðuleika á kraftinn sem ég bjó yfir þar,“ sagði Rory. „Ég var kraftmikill en þarfnaðst stöðugleikann til þess að halda kraftinum.“

„Æfingarnar höfðu þau áhrif að ég varð stöðugri í golfsveiflu minni,“ sagði Rory þegar hann var beðinn um kosti þess að vera í líkamsrækt samhliða golfinu.

„Það er líka minna um að ég hreyfi mig.“ Nýfengni kraftur gerði það að verkum að Rory gat líka slegið af meiri krafti og haldið jafnvægi, þannig að sveifla hans var farin að líkjast sveiflum snillinga á borð við Snead og Hogan. Niðurstaðan er líka 25 ára strákur sem getur hamrað boltann lengra en 300 yarda og jafnvel þannig að hann fær það til að líta auðvelt út!

Rory hafði samt ekki áhuga á meiri lengd – hann hafði verið að slá lengra en 300 yarda árum saman. Það er bara að nú getur hann slegið þannig án þess að fara upp úr skónum. Ræktin ásamt því að borða hollan mat þ.á.m. mikið af brokkólí og kjúklingi varð til þess að líkamsfita hans fór úr 22% í 16%.

„Ég er enn jafnþungur og þegar ég byrjaði í ræktinni en ég hef byggt upp meiri vöðvamassa,“ segir Rory.  Til þess að viðhalda honum er hann í ræktinni í 3-4- tíma á viku og reynir að halda við líkamanum sem hann og þjáflari hans hafa verið að byggja upp s.l. 4 ár!

Heimild: Men´s Health