Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 09:00

Rory, Rickie og Bubba skemmtu sér í skotapilsum

Rory McIlroy er með vel þjálfaðan líkama og ekki hræddur að sýna hann …. og í raun kemur ekki á óvart að Caroline skuli taka skilnaðinn við hann svo nærri sér! 🙂

Norður-Írinn Rory hélt upp á sigurinn á liði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum með öðrum úr liði Evrópu, hér á meðfylgjandi mynd er hann með Skotanum Stephen Gallacher í engu öðru en skota-pilsi og rauðri hárkollu!!!

Á Instagram skrifaði Rory:  „Got into the Scottish swing of things last night with Stevie G!“

En það voru fleiri að skemmta sér til þess að ná sér upp úr þunglyndinu að hafa tapað …. tveir úr bandaríska liðinu, Rickie Fowler og Bubba Watson, tóku þátt í gleðini, líka í engu öðru nema skotapilsum og með hárkollu.

Sjá má myndina af Rickie Fowler og  Bubba Watson hér að neðan:

Fowler og Watson

Fowler og Watson